Guardian segir frá því að Mohamed Salah og Alisson Becker leikmenn Liverpool eru efstir á óskalista liða í Sádí Arabíu í sumar.
Báðir eru þeir 31 árs gamlir en Salah hefur mikið verið orðaður við lið í Sádí Arabíu.
Sádarnir ætla að halda áfram að láta til skara skríða í sumar og setja stefnuna á að sækja sér stór nöfn.
Fleiri leikmenn eru nefndir til sögunnar en þar má nefna Casemiro hjá Manchester United en einnig Kyle Walker og Kevin de Bruyne frá Manchester City.
Guardian segir að Liverpool mennirnir séu efstir á lista en Salah væri mikill fengur fyrir deildina.