Manchester United mun reyna að fá Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton í sumar og undirbýr félagið nú tilboð.
Það er Daily Mail sem segir frá þessu en Branthwaite er að eiga frábært tímabil með Everton.
Stærri félög hafa því áhuga á honum en verðmiðinn sem Everton setur fram er ekkert slor, um 80 milljónir punda.
Þó er félagið meðvitað um að það gæti þurft að sætta sig við lægra tilboð þar sem félagið þarf að fá inn fjármuni vegna fjárhagsvandræða.
Tilboðið sem United undirbýr er um 55 milljónir punda samkvæmt Daily Mail.