Pétur Bjarnason, framherji Vestra, er grófasti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrstu sex umferðunum ef horft er til fjölda brota að meðaltali í leik.
Pétur er með sjö brot en næsti maður á eftir, Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Fylki, er með 3,5 brot.
Valur á flesta fulltrúa á lista yfir efstu tíu í þessum tölfræðiþætti eða þrjá talsins. Þá Bjarna Mark Antonsson, Adam Ægi Pálsson og Elfar Freyr Helgason.
Brot að meðaltali á 90 mínútum
1. Pétur Bjarnason (Vestri) – 7
2. Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir) – 3,5
3. Aron Albertsson (KR) – 3,1
4. Bjarni Mark Antonsson (Valur) – 2,9
5. Adam Ægir Pálsson ( Valur) – 2,8
6. Tryggvi Snær Geirsson (Fram) – 2,6
7-8. Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) – 2,5
7-8. Örvar Eggertsson (Stjarnan) – 2,5
9-10. Sergine Fall (Vestri) – 2,4
9-10. Elfar Freyr Helgason (Valur) – 2,4
Tölfræði frá FotMob