Steve McClaren, aðstoðarmaður Erik ten Hag, mun líklega halda starfi sínu á Old Trafford jafnvel þó sá síðarnefndi verði rekinn.
Frá þessu greinir the Mirror en ástæðan er sú að McClaren er góðvinur Sir Dave Bailsford sem var ráðinn til félagsins af nýjum eiganda, Sir Jim Ratcliffe.
Það er ansi líklegt að Ten Hag verði rekinn frá United í sumar en gengi liðsins í vetur hefur verið fyrir neðan allar væntingar.
McClaren þekkir vel til United en hann kom aftur til félagsins 2022 er Ten Hag var ráðinn til starfa.
Samkvæmt Mirror þá verður McClaren ekki látinn fara og mun halda sinni stöðu jafnvel þó Hollendingurinn fái sparkið.