Einn ónefndur stuðningsmaður Aston Villa var svo sannarlega reiður fyrir leik liðsins við Olympiakos á fimmtudag.
Villa tapaði þessum leik 2-0 og er ljóst að liðið mun ekki spila í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á árinu.
Þessi ágæti maður hótaði öllu illu á heimavelli gríska liðsins og skallaði til að mynda vegg í reiðiskasti.
Stuðningsmenn Olympiakos höfðu ögrað stuðningsmönnum Villa og mættu með myndir af merki Birmingham sem er nágrannalið Villa í einmitt Birmingham.
Sjón er sögu ríkari en sem betur fer róaðist þessi ágæti maður niður að lokum.
Villa fans waving Panathinaikos scarfs at Olympiacos fans ahead of the game tonight… 👊🙈pic.twitter.com/5BpOKm6kcU
— Football Fights (@footbalIfights) May 9, 2024