fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Segir að Keane sé kominn vel yfir strikið – ,,Ekki láta soninn borga fyrir fortíðina“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. maí 2024 17:00

Manchester United's Roy Keane (centre) kicks Leeds United's Alf-Inge Haaland (left) as David Wetherall of Leeds United (right) looks on (Photo by Peter Wilcock/EMPICS via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Chelsea og Arsenal, hefur sent skýr skilaboð á goðsögnina Roy Keane sem lék lengi með Manchester United.

Keane hefur gagnrýnt framherjann Erling Haaland þónokkrum sinnum í vetur en hann þekkir til föður leikmannsins, Alf Inge Haaland, sem spilaði til að mynda með Leeds.

Keane var aldrei neinn aðdáandi Alf Inge og hefur nú verið duglegur að gagnrýna son hans sem spilar með Manchester City.

Keane sagði á meðal annars að Erling væri jafn góður og framherji í fjórðu efstu deild Englands þrátt fyrir að hann hafi bætt markamet efstu deildar í fyrra.

,,Auðvitað andar köldu þar á milli, þetta tengist því sem gerðist á milli Keane og föður Haaland eftir fótbrotið,“ sagði Petit.

,,Ég held að Keane sjái alls ekki eftir því sem hann gerði og hann myndi gera það sama aftur ef tækifærið væri til staðare. Hann er hins vegar að ganga of langt með gagnrýni sinni á Erling.“

,,Hann er að fara langt yfir strikið og er að skapa neikvæða orku, hann er alltaf að gagnrýna hann. Hann þarf að horfa í aðra átt og vonandi fyrirgefur hann föður leikmannsins. Ekki láta soninn borga fyrir fortíðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur