Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, óttast alls ekki að vera rekinn frá félaginu þrátt fyrir erfitt gengi í vetur.
Chelsea hefur verið að taka við sér í undanförnum leikjum en gengið um tíma var svo sannarlega óásættanlegt.
Pochettino er vongóður um framhaldið og segir að það verði enginn heimsendir þó hann fái sparkið í sumarglugganum.
,,Við erum ekki endilega ánægðir því við vorum fengnir hingað til að gera ákveðna hluti og þeir hafa ekki beint gengið upp,“ sagði Pochettino.
,,Ég er ekki að segja að ég sé ekki ánægður, ef samstarfið endar þá er það ekkert vesen, það er enginn heimsendir.“