Það er ljóst að Spánverjanum David de Gea þykir enn mjög vænt um Manchester United en hann lék fyrir félagið í um 13 ár.
De Gea er atvinnulaus í dag en hann hefur ekki fundið sér nýtt félag eftir að hafa yfirgefið United fyrir síðasta tímabil.
Markvörðurinn sást á æfingu fyrir helgi en þar má sjá hann æfa í treyju United sem gladdi marga stuðningsmenn liðsins.
De Gea var lengi mjög öflugur í marki enska stórliðsins sem ákvað þó að breyta til eftir komu Erik ten Hag og samdi við Andre Onana.
Myndbandið umtalaða má sjá hér.
📸 – David De Gea on IG video’d training in Manchester United gear today.🧤☀️pic.twitter.com/DCi0nbm3XP
— 𝗧𝗲𝗻 𝗛𝗮𝗴’𝘀 𝗥𝗲𝗱𝘀 ✍🏼🇳🇱 (@TenHagBall_) May 9, 2024