Pierre-Emerick Aubameyang brotnaði niður eftir tap Marseille gegn Atalanta í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær.
Fyrri leik liðanna í Frakklandi lauk 1-1 en Atalanta vann 3-0 sigur í gær og fer í úrslitaleikinn gegn Bayer Leverkusen.
Aubameyang, sem er fyrrum leikmaður liða eins og Arsenal og Barcelona, var í sárum eftir leik, eins og sjá má hér neðar.
Sóknarmaðurinn hefur átt frábært tímabil með Marseille. Hann er með 27 mörk og 11 stoðsendingar í 48 leikjum.
Pierre Aubameyang. ❤️🩹pic.twitter.com/UJOHCoTbd1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 9, 2024