Bernardo Silva miðjumaður Manchester City vill fá framtíð sína á hreint snemma í sumar frekar en að bíða með hlutina.
Enskir miðlar fjalla um málið en 50 milljóna punda klásúla er í samningi Bernardo í sumar.
Bernardo er 29 ára gamall en hann vill að framtíð sín sé komin á hreint áður en Evrópumótið er á enda í Þýskalandi.
Bernardo er sterklega orðaður við Barcelona en hann vill ólmur fara í nýtt ævintýri.
City hefur þurft að sannfæra Bernardo um að vera áfram undanfarin ár en nú er talið líklegt að hann fari í sumar.