Samkvæmt fréttum á Ítalíu hefur Napoli ákveðið að setja kraft í það að reyna að kaupa Albert Guðmundsson.
Albert sem er 26 ára gamall hefur verið magnaður í liði Genoa á þessu tímabili og mörg stórlið vilja kaupa hann.
Inter, Juventus og Tottenham eru með í þeim slag en Tottenham er sagt leiða kapphlaupið.
Genoa vill fá um 40 milljónir evra fyrir Albert í sumar sem hefur verið einn besti leikmaður Seriu A á þessu tímabili.
Albert er að klára sitt annað heila tímabil með Genoa en Fiorentina reyndi að kaupa hann í janúar án árangurs.