Omari Hutchinson vill vera áfram hjá Ipswich á næstu leiktíð en hann kom að 16 mörkum liðsins sem tryggði sig upp úr B-deildinni og í ensku úrvalsdeildina um helgina.
Hutchinson er á láni hjá Ipswich frá Chelsea.
„Ég vona það en ég veit ekki,“ sagði Hutchinson, spurður út í hvort hann yrði áfram hjá Ipswich.
„Við skulum sjá hvað umboðsmaðurinn minn og þjálfari segja. Ég vil bara njóta augnabliksins.“
Kieran McKenna, stjóri Ipswich, hrósaði þá hinum tvítuga Hutchinson, sem getur spilað á kanti og framarlega á miðjunni.
„Hann hefur staðið sig mjög vel og er mjög ungur. Þetta verður ekki bein leið upp á við héðan en það er mikið í hann spunnið.“