Allra augu verða í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild karla.
Blikar eru í fjórða sæti deildarinnar með 9 stig en Valur hefur valdið vonbrigðum, er með 5 stig í níunda sæti.
Fotmob gerir Bestu deildinni góð skil hvað tölfræði varðar og tók síðan saman nokkra mola fyrir leik kvöldsins og má sjá þá hér neðar.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld. Breiðablik freistar þess að jafna topplið Víkings og FH að stigum en Valur þarf að vinna til að koma sér inn í toppbaráttuna.
Breiðablik er með flest mörk að meðatali í leik í Bestu deildinni (2,5 í leik)
Breiðablik hefur ekki tapað síðustu sex heimaleikjum sínum
Breiðablik og Valur hafa ekki gert jafntefli í neinum af síðustu átta leikjum sem þau hafa mæst í
Valur er með fæst mörk í deildinni (0,8 í leik)
Valur hefur ekki skorað í fyrstu tveimur útileikjum sínum
Valur er í fjórða sæti yfir skot á mark í deildinni (5,3 skot)