Humphrey Ker, yfirmaður knattspyrnumála Wrexham, er vel opinn fyrir því að semja við framherjann Jamie Vardy í sumar.
Vardy virðist ætla að taka slaginn með Leicester í úrvalsdeildinni næsta vetur en hann er 37 ára gamall og er svo sannarlega kominn á seinni ár ferilsins.
Wrexham tryggði sér sæti í þriðju efstu deild nýlega og stefnir á að komast í Championship deildina aðeins ári seinna.
Vardy þekkir það vel að skora mörk í neðri deildum Englands en hann hefur leikið með Leicester í mörg ár og hefur raðað inn fyrir félagið.
Ker segir að aldur Vardy komi ekki í veg fyrir komu til Wrexham og að hurðin sé opin ef hann vill prófa nýtt ævintýri.
,,Það er ekkert sem segir okkur að Vardy væri ekki frábær leikmaður fyrir Wrexham,“ sagði Ker.
,,Þetta er ekki nafn sem er mikið rætt í byggingunni en aldurinn og allt það myndi ekki hafa nein áhrif á okkur.“