fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
433Sport

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2024 16:04

Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley fékk skell á heimavelli í fallbaráttunni í Englandi í dag er liðið mætti Newcastle á Turf Moor.

Jóhann Berg Guðmundsson lagði vissulega upp mark í þessum leik en hann kom inná sem varamaður er um hálftími var eftir.

Það var aðeins sárabótarmark en Burnley var 4-0 undir er það mark var skorað og átti í raun aldrei möguleika gegn sterku Newcastle liði.

Nottingham Forest vann á sama tíma lið Sheffield United 3-1 í fallbaráttunni og er með 29 stig í 27. sæti.

Ljóst er að Burnley þarf kraftaverk til að halda sæti sínu í deildinni en liðið er með 24 stig og situr í 19. sæti er tvær umferðir eru eftir.

Þá áttust við lið Brentford og Fulham en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Burnley 1 – 4 Newcastle
0-1 Callum Wilson(’19)
0-2 Sean Longstaff(’35)
0-3 Bruno Guimaraes(’40)
0-4 Alexander Isak(’55)
1-4 Dara O’Shea(’86)

Sheffield United 1 – 3 Nottingham Forest
1-0 Ben Brereton Diaz(’17, víti)
1-1 Callum Hudson Odoi(’27)
1-2 Ryan Yates(’51)
1-3 Callum Hudson-Odoi(’65)

Brentford 0 – 0 Fulham

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni
433Sport
Í gær

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði
433Sport
Í gær

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn