Ryan Reynolds og Rob McElhenney eigendur Wrexham hafa annað árið í röð boðið öllum leikmönnum liðsins til Las Vegas.
Ástæðan er sú að félagið hefur tvö ár í röð komist upp um deild.
Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham þegar félagið var í utandeild en síðan þá hefur liðið farið hratt upp.
Liðið vann utandeildina fyrir ári síðan og komst upp í fjórðu efstu deild á Englandi. á Fyrsta ári þar komst liðið upp í þriðju efstu deild.
Reynolds og McElhenney splæstu því í aðra Vegas ferð þar sem allt er borgað, ferðalagið, hótelið og allur matir og drykkir.
Leikmenn félagsins hafa undanfarna daga verið á flottustu veitingastöðum og skemmtistöðum í borginni sem aldrei sefur.