Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Perry Groves sem lék í um sex ár með stórliði Arsenal.
Groves starfar í dag fyrir TalkSport og sá um að lýsa leik Tottenham og Arsenal sem fór fram um síðustu helgi.
Groves er 59 ára gamall í dag en hann sást fagna einu af mörkum Arsenal gríðarlega í beinni útsendingu.
,,Þú ættir að skammast þín. Þú ert í beinni útsendingu,“ var á meðal þess sem Perry fékk að heyra frá stuðningsmönnum fyrir aftan hann.
Margir stuðningsmenn Tottenham voru hundfúlir með hegðun Perry og var kallað eftir því að honum yrði vísað burt.
Myndbandið hér fyrir neðan talar sínu máli.
We all live in a Perry Groves World 😂 pic.twitter.com/av5tBN2rs4
— Binz (@AFC12thman) April 29, 2024