Declan Rice, leikmaður Arsenal, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við félagið árið 2023 frekar en Manchester City.
City hafði áhuga á þjónustu Rice en Englandsmeistararnir voru tilbúnir að borga 90 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.
Það var þó West Ham sem ákvað að hafna því boði og seldi Rice að lokum til Arsenal fyrir 105 milljónir punda í staðinn.
Rice vill þó meina að hann hafi sjálfur verið hrifnari af Arsenal og að áhugi City hafi skipt litlu sem engu máli í samhenginu.
,,Verkefnið virkaði meira spennandi, það er ástæðan fyrir því að ég valdi Arsenal,“ sagði Rice.
,,Ég trúði því að við gætum afrekað stóra hluti hérna.“