Það er góður möguleiki á því að varnarmaðurinn Lutsharel Geertruida verði leikmaður Liverpool á næstu leiktíð.
Um er að ræða leikmann Feyenoord og hollenska landsliðsins en hann er 23 ára gamall og á að baki um 200 félagsleiki á ferlinum.
Arne Slot, þjálfari Feyenoord, er að taka við Liverpool en hann mun leysa Jurgen Klopp af hólmi í sumar ef allt gengur upp.
Geertruida sást nýlega á leik Liverpool og West Ham en þess lið áttust við síðasta laugardag.
Hollenskir miðlar vekja nú athygli á því að Geertruida hafi verið mættur á völlinn og virðist það gefa sterklega í skyn að hann muni fylgja Slot til Liverpool.