Það stóra afrek að vinna Meistaradeildina mun ekki hjálpa Thomas Tuchel í að halda starfi sínu sem þjálfari Bayern Munchen.
Þetta hefur stjórnarformaður þýska félagsins staðfest en fyrr í vetur var greint frá því að Tuchel væri á förum.
Gengi Bayern hefur batnað á síðustu vikum og á liðið fínan möguleika á að komast í úrslit Meistaradeildarinnar.
,,Við yrðum öll ánægð saman ef við vinnum Meistaradeildina en förum svo í sitthvora áttina,“ sagði Jan-Christian Dreesen.
,,Við verðum að skoða þann tímapunkt þegar ákvörðunin var tekin, á þeim tímapunkti var staðan öðruvísi.“
Bayern á eftir að spila seinni undanúrslitaleik sinn gegn Real Madrid en þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli.