Wayne Rooney er kominn með starf í knattspyrnuþáttunum The Overlap sem fyrrum liðsfélagi hans hjá Manchester United, Gary Neville, sér um.
„Ég get ekki beðið eftir að byrja, skráið ykkur núna,“ skrifar Rooney, himinnlifandi með starfið.
The Overlap eru vinsælir þættir á vegum Sky sem birtast á hlaðvarpsformi og á Youtube.
Frá því Rooney lagði skóna á hilluna hefur hann reynt fyrir sér í þjálfun en hann var síðast látinn fara frá Birmingham fyrr á þessu ári.
Undanfarið hefur hann reynt fyrir sér í knattspyrnuumfjöllun og nú ljóst að hann heldur áfram á þeirri braut.
I’m excited to announce that I will be joining my good mate @GNev2 and the team at @WeAreTheOverlap to appear on the channel across some of their brilliant shows on YouTube and the podcast.
I can’t wait to get started – head over and subscribe now! 🙌🏼 pic.twitter.com/oFS582mzbn
— Wayne Rooney (@WayneRooney) April 30, 2024