Samkvæmt fréttum á Englandi í dag vill Sir Jim Ratcliffe losa Manchester United við leikmenn sem hann telur að séu á alltof háum launum.
Þannig segir Inews á Englandi í dag að Raphael Varane og Casemiro séu leikmenn sem Ratcliffe vill burt.
Varane er samningslaus og því eru allar líkur á því að hann fari.
Casemiro er launahæsti leikmaður United og telur Ratcliffe að hann sé ekki þess virði en Casemiro er sagður þéna um 350 þúsund pund á viku.
Líklegt er talið að báðir þeirra fái tilboð frá Sádí Arabíu í sumar en Casemiro er 32 ára gamall.