fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kobbie Mainoo, Rasmus Hojlund og Alejandro Garnacho eru einu leikmenn Manchester United sem eru ekki til sölu í sumar. Frá þessu segir Telegraph og The Athletic.

Þar segir að Sir Jim Ratcliffe og hans fólk hafi tekið ákvörðun um þetta, aðra leikmenn sé hægt að kaupa fyrir rétt verð.

Með þessu er þó ekki verið að setja alla leikmenn á sölulista en veglegt tilboð í Marcus Rashford yrði til þess að hann yrði seldur.

Félagið vill fara í algjörar breytingar á leikmannahópi sínum í sumar en Mainoo, Hojlund og Garnacho eru mennirnir sem á að byggja liðið í kringum.

Forráðamenn United hafa verið ósáttir með tímabilið en það er einnig talið líklegt að Erik ten Hag verði rekinn í sumar.

Anthony Martial, Raphael Varane, Brandon Williams, Jadon Sancho, Antony, Mason Greenwood, Victor Lindelof, Christian Eriksen, Donny van de Beek og Casemiro fara líklega allir frá félaginu ef marka má fréttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær

Gagnrýnir Slot og segir hann hreinlega hafa viljað tapa leiknum í gær