fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Bordalas, stjóri Getafe, telur að Mason Greenwood líði afar vel hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur þó orðið fyrir nokkru áreiti í leikjum undanfarið.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en hann á sennilega enga framtíð hjá enska félaginu vegna mála hans utan vallar. Það er einmitt vegna þeirra sem Greenwood verður fyrir áreiti frá stuðningsmönnum annarra liða á Spáni.

Undanfarið hefur hann verið kallaður nauðgari og hann hvattur til að taka eigið líf til að mynda.

„Hann er rólegur, glaður og það er mjög vel komið fram við hann hér. Hann hefur sýnt frábæra hegðun á tíma sínum hér og liðsfélagar hans hjálpa honum líka,“ segir Bordalas en viðurkennir að Greenwood geti sennilega ekki látið köllin sem vind um eyru þjóta.

„Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann. Þið vitið mína skoðun, ég er á móti hvers konar áreiti, sama hver leikmaðurinn er. Meira get ég ekki sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist