fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Bordalas, stjóri Getafe, telur að Mason Greenwood líði afar vel hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur þó orðið fyrir nokkru áreiti í leikjum undanfarið.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en hann á sennilega enga framtíð hjá enska félaginu vegna mála hans utan vallar. Það er einmitt vegna þeirra sem Greenwood verður fyrir áreiti frá stuðningsmönnum annarra liða á Spáni.

Undanfarið hefur hann verið kallaður nauðgari og hann hvattur til að taka eigið líf til að mynda.

„Hann er rólegur, glaður og það er mjög vel komið fram við hann hér. Hann hefur sýnt frábæra hegðun á tíma sínum hér og liðsfélagar hans hjálpa honum líka,“ segir Bordalas en viðurkennir að Greenwood geti sennilega ekki látið köllin sem vind um eyru þjóta.

„Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann. Þið vitið mína skoðun, ég er á móti hvers konar áreiti, sama hver leikmaðurinn er. Meira get ég ekki sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona