Önnur umferð í Mjólkurbikar kvenna hefst á morgun með tveimur leikjum þegar Haukar taka á móti Gróttu og Grindavík tekur á móti KR.
Önnur umferðin klárast á miðvikudaginn þegar Fram tekur á móti ÍH, Einherji tekur á móti FHL , Fjölnir tekur á móti ÍA og ÍBV tekur á móti Aftureldingu.
Dregið verður í 16-liða úrslit föstudaginn 3. maí og munu liðin úr Bestu-deildinni vera í pottinum.