Skoska goðsögnin Ally McCoist er viss um að Mohamed Salah sé að kveðja Liverpool í sumar eftir atvik sem átti sér stað í gær.
Salah reifst heiftarlega við Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í leik gegn West Ham sem lauk með 2-2 jafntefli.
Klopp er sjálfur á förum frá Liverpool eftir tímabilið og er McCoist viss um að Salah muni elta hann út um dyrnar.
,,Já ég er sannfærður um að Salah sé á förum. Hann hefur verið einn besti leikmaður sem við höfum séð í þessari deild,“ sagði McCoist.
,,Hann hefur verið ekkert nema stórkostlegur fyrir Liverpool en hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og að mínu mati er útlit fyrir að hann sé að kveðja.“
,,Ég held að það gæti hentað báðum aðilum, Salah fer frá Liverpool og félagið fær peninga sína til baka.“