Liverpool er að horfa framhjá einum þjálfara í sumar sem gæti gert góða hluti með liðið næsta vetur.
Þetta segir Jamie Carragher, fyrrum leikmaður liðsins, en Liverpool er að ráða til starfa hinn hollenska Arne Slot sem er í dag hjá Feyenoord.
Carragher væri frekar til í að sjá Thomas Tuchel í stjórasætinu en sá síðarnefndi er í dag hjá Bayern Munchen og kveður það félag í sumar.
Tuchel þekkir til Englands og vann Meistaradeildina með Chelsea á sínum tíma og verður eins og áður segir atvinnulaus í sumar.
,,Ég hefði íhugað mann eins og Thomas Tuchel enn frekar, maður sem mætti Pep Guardiola og vann hann í úrslitum Meistaradeildarinnar,“ sagði Carragher.
,,Tuchel starfaði hjá Mainz og Dortmund líkt og Klopp og gerði vel. Hlutirnir hafa ekki gengið upp hjá Bayern en þú þarft bara að horfa á menn eins og Carlo Ancelotti og Unai Emery til að átta þig á að þjálfarar geta lært af eigin mistökum.“