Það bíða margir spenntir eftir leik Tottenham og Arsenal sem fer fram í dag en flautað er til leiks klukkan 13:00.
Tottenham er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og þá er Arsenal á toppnum og getur náð fjögurra stiga forystu með sigri í dag.
Um er að ræða grannaslag í London og má búast við spennandi viðureign.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Tottenham: Vicario, Porro, Romero, van de Ven, Davies, Højbjerg, Bentancur, Maddison, Kulusevski, Son, Werner.
Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu, Rice, Partey, Ødegaard, Saka, Trossard, Havertz.