Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Í þættinum var meðal annars rætt um Bestu deild kvenna en deildin fór af stað á dögunum. Þar vann Valur 3-1 sigur á Þór/KA, þar sem Amanda Andradóttir fór á kostum og skoraði tvö mörk.
„Það var alveg vitað svosem en Amanda er bara allt of, allt of góð fyrir þessa deild. Það yrði bara galið ef hún verður hérna út tímabilið,“ sagði Helgi eftir að hafa séð leikinn.
Hrafnkell vill hins vegar sjá Amöndu klára tímabilið hér heima áður en hún fer út í atvinnumennsku á ný.
„Ég held hún eigi bara að nýta þetta tímabil og skora eins mörg mörk og gefa eins margar stoðsendingar og hún getur, fara með þær í riðlakeppni Evrópu og sýna sig.“
Umræðan í heild er í spilaranum.