fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

433
Laugardaginn 27. apríl 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Pellegrino Matarazzo hefur sagt frá óhugnanlegu atviki sem hann lenti í á skyndibitastaðnum Subway fyrir nokkrum árum.

Matarazzo er í dag þjálfari aðalliðs Hoffenheim í Þýskalandi en starfaði sem aðstoðarþjálfari liðsins um tíma.

Bandaríkjamaðurinn vann með miðjumanninum Joelinton á tíma sínum hjá Hoffenheim en hann spilar í dag með Newcastle.

Það leið eitt sinn yfir Matarazzo á Subway í Þýskalandi en sem betur fer var Joelinton viðstaddur og hjálpaði aðstoðarþjálfara sínum sem þurfti á læknisaðstoð að halda.

Matarazzo var spurður út í það hvaða leikmann hann myndi vilja fá aftur til Hoffenheim í dag og velur að sjálfsögðu Brasilíumanninn sem spilaði sem framherji fyrir aðalliðið fyrir nokkrum árum.

,,Þetta er góð spurning, örugglega Joelinton,“ sagði Matarazzo sem hefur gert fína hluti með Hoffenheim eftir að hafa tekið við 2023.

,,Eitt sinn varð ég veikur, ég var einn hér í Hoffenheim en þetta var þegar ég var aðstoðarþjálfari liðsins.“

,,Ég vissi að ég þyrfti að borða eitthvað en það var ekkert til heima hjá mér , ég ákvað að skella mér beint á Subway, mér leið ekki vel.“

,,Ég var í biðröðinni og mér leið mjög illa, ég reyndi að komast í Coca Cola drykk snögglega en stuttu seinna þá leið yfir mig.“

,,Ég féll í jörðina og þegar ég opnaði augun þá sá ég Joelinton öskra: ‘Rino, Rino, er allt í lagi með þig!?“

,,Hann lyfti mér upp og stuttu seinna var ég kominn á sjúkrahús. Þetta er gríðarlega góð manneskja og góður fótboltamaður. Hann var eins og lítill, nei, stór engill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær
433Sport
Í gær

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn

Ronaldo fékk gefins 30 milljóna króna bíl í gær – Sjáðu gripinn