Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Arne Slot verði næsti stjóri Liverpool. Hann tekur við af Jurgen Klopp sem hættir í sumar eftir níu farsæl ár.
Slot er stjóri Feyenoord en hefur heillað forráðamenn Liverpool sem hafa tekið ákvörðun um að hann verði þeirra næsti stjóri.
Samkvæmt Fabrizio Romano á aðeins eftir að ganga frá smáatriðum áður en yfirvofandi skipti Slot til Liverpool verða formlega staðfest.
Viðræður héldu áfram í dag og gengu vel. Félögin eru nálægt samkomulagi um upphæðina sem Liverpool borgar hollenska félaginu fyrir krafta Slot.
🚨🔴 Understand Liverpool and Feyenoord are now close to agree on compensation fee for Arne Slot as talks are progressing well also today.
There are some details to clarify and then the final green light is expected to arrive soon. pic.twitter.com/el2WG9HLL4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 26, 2024