Starf Mauricio Pochettino er í hættu eftir að hans menn í Chelsea voru niðurlægæðir í miðri viku.
Chelsea hefur ekki staðist væntingar á tímabilinu og var alls ekki sannfærandi gegn Arsenal á þriðjudag.
Arsenal lék sér í raun að Chelsea í seinni hálfleik og vann 5-0 sigur sem gera mikið fyrir liðið í toppbaráttunni.
Telegraph greinir frá að Pochettino sé nú undir mikilli pressu í starfi og er alls ekki líklegt að hann verði áfram hjá félaginu næsta vetur.
Tekið er fram að engin ákvörðun hafi verið tekin hingað til en Chelsea má ekki misstíga sig mikið meira í síðustu leikjunum.