Barcelona gæti mögulega þurft að játa sig sigrað í sumar ef Paris Saint-Germain ákveður að bjóða 172 milljónir punda í Lamine Yamal.
Yamal er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims en hann fær reglulega að spila og er aðeins 16 ára gamall.
Samkvæmt Le Parisien er Yamal efstur á óskalista PSG sem mun missa Kylian Mbappe til Real Madrid í sumar.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og gæti vel þurft að taka þessu tilboði en peningar hafa aldrei verið vandamál hjá franska stórliðinu.
PSG horfir á Yamal sem eftirmann Mbappe sem hefur lengi verið einn allra besti leikmaður heims.
Það er kaupákvæði í samningi Yamal upp á 900 milljónir punda en ljóst er að PSG mun ekki borga svo háa upphæð.