Það eru fáir eins og maður að nafni Neil Warnock sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnustjóri.
Warnock virðist vera hættur þjálfun í dag en hann er 75 ára gamall en stoppaði þó stutt í Skotlandi hjá Aberdeen á þessu ári.
Englendingurinn er ekki þekktur fyrir það að hafa spilað skemmtilegan bolta sem þjálfari en hann hefur verið á mála hjá þónokkrum liðum.
Warnock var hreinskilinn í beinni útsendingu Sky Sports er hann ræddi um leik Leicester og Southampton þar sem það fyrrnefnda vann 5-0 sigur.
Russell Martin er þjálfari Southampton en hann vill halda í boltann og reynir að spila eins skemmtilega og hægt er með það lið sem hann er með í höndunum.
Warnock er ekki á móti því að spila skemmtilegan og fallegan fótbolta en baunaði hressilega á þá leikmenn sem hann hefur unnið með með orðum sínum.
,,Martin er með þessa hugmyndafræði, þetta er það sem hann vill gera,“ sagði Warnock við Sky.
,,Hann er heppinn því ég hef aldrei getað notað varnarmenn sem geta dreift vatnsflöskum sín á milli og hvað þá fótbolta.“
,,Þú þarft að aðlagast, þú semur við félag og finnur svo út hvaða leikkerfi hentar þeim leikmönnum sem þú ert með.“