fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir eins og maður að nafni Neil Warnock sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnustjóri.

Warnock virðist vera hættur þjálfun í dag en hann er 75 ára gamall en stoppaði þó stutt í Skotlandi hjá Aberdeen á þessu ári.

Englendingurinn er ekki þekktur fyrir það að hafa spilað skemmtilegan bolta sem þjálfari en hann hefur verið á mála hjá þónokkrum liðum.

Warnock var hreinskilinn í beinni útsendingu Sky Sports er hann ræddi um leik Leicester og Southampton þar sem það fyrrnefnda vann 5-0 sigur.

Russell Martin er þjálfari Southampton en hann vill halda í boltann og reynir að spila eins skemmtilega og hægt er með það lið sem hann er með í höndunum.

Warnock er ekki á móti því að spila skemmtilegan og fallegan fótbolta en baunaði hressilega á þá leikmenn sem hann hefur unnið með með orðum sínum.

,,Martin er með þessa hugmyndafræði, þetta er það sem hann vill gera,“ sagði Warnock við Sky.

,,Hann er heppinn því ég hef aldrei getað notað varnarmenn sem geta dreift vatnsflöskum sín á milli og hvað þá fótbolta.“

,,Þú þarft að aðlagast, þú semur við félag og finnur svo út hvaða leikkerfi hentar þeim leikmönnum sem þú ert með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“

Betri en Liverpool í dag? – ,,Mögulega besta liðið í úrvalsdeildinni“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Í gær

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“