Stuðningsmenn Manchester United virðast vera að fá algjörlega nóg af því hvernig spilamennska liðsins hefur verið á tímabilinu.
Þannig hefur fjöldi ársmiðahafa skilað inn miða sínum fyrir kvöldið þegar United tekur á móti Sheffield United.
Oftast nær er uppselt á Old Trafford en ekki er búist við því í kvöld, Naumur sigur gegn Coventry í bikarnum á sunnudag hefur ýtt undir óánægju stuðningsmanna.
Þannig sendi félagið út tölvupóst í gær um það að fjöldi miða væri kominn í almenna sölu eftir að ársmiðahafar létu vita að þeir myndu ekki nýta miðann sinn.
Starf Erik ten Hag sem stjóra liðsins er í mikilli hættu og er búist við því að hann verði rekinn beint eftir tímabilið.