Liverpool er á barmi þess að ganga frá samningi við Adidas um að framleiða búning og varning félagsins. Samningurinn tekur gildi fyrir tímabilið 2025.
Samningur Liverpool við Nike er að renna út en félagið fær tæpar 50 milljónir punda á tímabili fyrir þann samning í dag.
Liverpool fær öruggar 30 milljónir punda og svo eru bónusar sem tengjast árangri og sölu á varningi.
Sports Buisness segir að Liverpool geri samning við Adidas sem færir félaginu meira en þær 50 milljónir punda sem koma frá Nike núna.
Það telst ekkert sérstaklega há upphæð fyrir eitt stærsta félag í heimi.
Sports Buisness segir að Liverpool komist þó ekki nálægt þeim 95 milljónum punda sem Adidas borgar Manchester Untied á ári hverju en það er stærsti samningur sem gerður hefur verið á Englandi.