Giuseppe Rossi fyrrum framherji Manchester United leggur til að félagið ráði Roy Keane sem stjóra sinn í sumar. Líklegt er að Erik ten Hag verði rekinn.
Keane var lengi vel fyrirliði félagsins en hann hefur ekki fengið þjálfarastarf síðustu ár.
Engar líkur eru þó taldar á því að United horfi til Keane enda hefur hann í mörg ár átt í stríði við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra og núverandi stjórnarmann hjá félaginu.
„Þegar ég hugsa um Roy Keane sem stjóra á Old Trafford þá hljómar það sem frábær hugmynd. Það væri gaman,“ segir Rossi.
„Félagið á svo sannarlega að skoða þann kost ef það er til skoðunar að skipta um þjálfara.“
„hann er goðsögn hjá félaginu og bjó til þann kúltúr sem var og þarf að koma aftur. Leikmennirnir sem spila ekki fyrri merki félagsins færu að skilja þetta betur.“
„Þú þarft að fara þarna inn og hreinsa húsið og segja hlutina eins og þeir eru. Þetta gæti verið frábær niðurstaða.“