Það er stórleikur á dagskrá í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld þegar Valur tekur á móti FH. Byrjunarliðin eru komin í hús.
Valsmenn mæta til leiks með ansi sterkt lið en gerir tvær breytingar frá síðasta leik gegn Stjörnunni. Kristinn Freyr Sigurðsson og Elfar Freyr Helgason koma inn fyrir Bjarna Mark Antonsson og Sigurð Egil Lárusson sem fór meiddur af velli í síðasta leik.
Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliðinu en hann er að mæta uppeldisfélagi sínu í kvöld.
Hjá FH kemur Daði Freyr Arnarsson inn í markið fyrir Sindra Kristinn Ólafsson. Dusan Brkovic, Baldur Kári Helgason og Arnór Borg Guðjohnsen koma einnig inn í liðið.
FH
Daði Freyr Arnarsson
Kjartan Kári Halldórsson
Sigurður Bjartur Hallsson
Arnór Borg Guðjohnsen
Böðvar Böðvarsson
Ástbjörn Þórðarson
Ísak Óli Ólafsson
Dusan Brkovic
Vuk Oskar Dimitrijevic
Logi Hrafn Róbertsson
Baldur Kári Helgason