Markvörðurinn, Beitir Ólafsson hefur fengið félagaskipti í HK nú á lokadegi félagaskiptagluggans frá KR, óvíst er hvort hann spili þó með liðinu í sumar.
Beitir lék einn leik með Gróttu síðasta sumar en hann hafði árin þar á undan verið hjá KR.
Beitir ólst upp hjá HK en hann lék með KR frá 2017 til ársins 2022.
Auk þess hefur hann spilað með Keflavík, Aftureldingu og Ými en lengst af lék hann með HK.
HK er með eitt stig í Bestu deild karla eftir þrjár umferðir en margir spá liðinu falli úr Bestu deildinni í sumar.