Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er tilbúinn að stíga til hliðar í sumar ef hann fær ekki stuðning frá Jim Ratcliffe, eiganda félagsins.
Ratcliffe er aðeins einn af eigendum United en hann eignaðist um 28 prósent hlut í félaginu fyrr í vetur.
Gengið í vetur hefur ekki verið ásættanlegt en United er þó komið í úrslit enska bikarsins og spilar þar gegn Manchester City.
Samkvæmt Mirror er Ten Hag opinn fyrir því að láta af störfum ef ný stjórn félagsins vill ekki nýta hans krafta næsta vetur.
Ratcliffe hefur sjálfur ekki tjáð sig um framtíð Ten Hag en Hollendingurinn vill fá að vita hans skoðun á hlutunum áður en næsta tímabil hefst.