Það er ekki ósennilegt að Aaron Ramsdale fari frá Arsenal í sumar vegna lítils spiltíma.
Ramsdale, sem kom til Arsenal fyrir síðustu leiktíð, missti aðalmarkvarðastöðuna til David Raya snemma á tímabilinu og hefur verið varaskeifa síðan.
Það sættir kappinn sig ekki við til lengdar og gæti hann því farið annað í sumar.
The Sun orðar Ramsdale nú við Wolves. Félagið gæti farið í markvarðaleit í sumar þar sem það býst við að Jose Sa fari. Áhugi er á honum frá Sádi-Arabíu.
Það er þó líklegt að Wolves myndi fá einhverja samkeppni um Ramsdale.