1. umferð Bestu deildar kvenna er í fullu fjöri en þremur leikjum er lokið í kvöld. FH gerði góð ferð norður í land og vann sigur á Tindastól.
Breiðablik tók á móti Keflavík á heimavelli og vann sannfærandi 3-0 sigur í fyrsta alvöru leik liðsins undir stjórn Nick Chamberlain.
Nýliðar Víkings byrja svo vel en liðið vann góðan sigur á Stjörnunni en þrátt fyrir að vera nýliðar er öflugu liði Víkings spáð góðu gengi.
Úrslit og markaskorarar kvöldsins eru hér að neðan.
Tindastóll 0 – 1 FH:
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Breiðablik 3 – 0 Keflavík:
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
2-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
3-0 Agla María Albertsdóttir
Stjarnan 1 – 2 Víkingur R:
0-1 Sigdís Eva Bárðardóttir
1-1 Henríetta Ágústsdóttir
1-2 Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Markaskorarar frá úrslit.net