Það er alveg ljóst að Stefano Pioli verður rekinn frá AC Milan eftir tímabilið en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Romano er með gríðarlega áreiðanlegar heimildir og fullyrðir það að Pioli verði látinn taka poka sinn í sumar.
Milan féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni en liðið tapaði gegn Roma samanlagt, 3-1.
Milan hefur spilað þokkalega í Serie A undanfarið en er þó 14 stigum á eftir toppliði Inter Milan sem er í raun búið að tryggja sér titilinn.
Pioli hefur starfað sem þjálfari Milan undanfarin fimm ár og vann deildina með liðinu fyrir um tveimur árum síðan.