Andreas Christensen hefur staðfest það að hann sé ekki á förum frá spænska stórliðinu Barcelona í sumar.
Christensen hefur verið orðaður við brottför frá Barcelona en hann gekk í raðir félagsins fyrir um tveimur árum síðan.
Daninn hefur ekki beint fest sig í sessi í miðverðinum á Nou Camp og hefur alls spilað 45 deildarleiki á tveimur árum.
Hann er þó ekki að leitast eftir brottför og á enn tvö ár eftir af samningi sínum í Barcelona.
,,Ég efast alls ekki um það að ég verði hjá Barcelona á næsta tímabili,“ sagði Christensen við blaðamenn.
,,Ég á enn tvö ár eftir af samningnum mínum hérna og er ánægður, ég er 100 prósent viss um að ég verði áfram.“