Douglas Luiz, leikmaður Aston Villa og kærasta hans, Alisha Lehmann, sem einnig leikur fyrir félagið, ræða aldrei fótbolta heima fyrir.
Þetta segir Luiz í viðtali við Daily Mail en þetta er regla sem parið er með heima fyrir.
Luiz fer yfir víðan völl í viðtalinu og ræðir meðal annars magnaða tungumálakunáttu Lehmann. Hún talar ensku, þýsku, frönsku, portúgölsku og sænsku.
„Enskan mín er svo mikið betri út af henni,“ segir Brasilíumaðurinn.
„Fyrstu tvö árin mín í Englandi gat ég ekki talað ensku en svo hitti ég hana og núna þarf ég að tala tungumálið. Við getum ekki rifist ef ég kann ekki tungumálið,“ segir Luiz léttur.