Það var barist til síðasta blóðdropa í leik Manchester City og Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, grípa þurfti til vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli.
Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því fór viðureign liðanna samanlagt 4-4.
Rodrygo kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik í kvöld áður en Kevin de Bruyne jafnaði fyrir City í síðari hálfleik.
Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu en City var í sókn nánast allan leikinn án þess að skapa sér neitt sérstaklega mikið.
Í vítaspyrnukeppni var það Real Madrid sem hafði betur og mætir liðið FC Bayern í undanúrslitum en Dortmund og PSG mætast í hinum leiknum.
Bernardo Silva og Matteo Kovacic klikkuðu á sínum spyrnum en báðar voru arfaslakar.
Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Julian Alvarez skoraði
1-0 Luka Modric klilkkaði
1-0 Bernardo Silva klikkaði
1-1 Jude Bellingham skoraði
1-1 Matteo Kovacic klikkaði
1-2 Lucas Vasquez skoraði
2-2 Phil Foden skoraði
2-3 Nacho skoraði
3-3 Ederson skoraði
3-4 Antonio Rudiger skoraði