Joana Sanz hefur fyrirgefið eiginmannin sínum Daniel Alves allt og er ástarsamband þeirra farið af stað á nýjan leik.
Sanz hafði hótað því að skilja við Alves eftir að hann var sakaður um að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona.
Alves var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgunina á þessu ári en er laus úr fangelsi. Hann var í fangelsi í rúmt ár en stærstan hluta af því var málið í rannsókn.
Sanz hafði á Instagram birt myndir af skilnaðarpappírum þegar lögregla rannsakaði málið en eftir að hann gekk laus gegn tryggingu ákvað hún að fyrirgefa Alves allt.
Sanz og Alves hafa sést saman labba um götur Barcelona en hann getur ekki yfirgefið borgina, hann þarf vikulega að gefa sig fram við dómara og hefur vegabréfið verið tekið af honum.