Jeremie Frimpong er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið samkvæmt ítalska blaðamanninum Rudy Galetti.
Frimpong er á mála hjá Bayer Leverkusen, þar sem hann hefur verið algjör lykilmaður á leiktíðinni. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn á dögunum þó svo að fimm leikir séu eftir.
Frimpong, sem getur spilað í bakverði og á kanti, er kominn með átta mörk og jafnmargar stoðsendingar á leiktíðinni.
Hann er því ansi eftirsóttur en Real Madrid og Bayern Munchen hafa einnig áhuga.
Hjá United vilja menn þó ólmir fá hann og hafa þeir sett hann efstan á óskalistann fyrir sumarið.