Manchester United er að reyna að sannfæra Kobbie Mainoo um að skrifa undir nýjan samning við félagið. Fabrizio Romano segir frá.
Mainoo er 18 ára gamall en hann á að vera lykilmaður í verkefni INEOS að koma United aftur á toppinn.
Mainoo er með samning til ársins 2027 en United vill framlengja við hann og hækka laun hans.
Mainoo hefur verið einn af fáu ljósu punktunum í slöku United liði á þessu tímabili en hann lék sína fyrstu A-landsleiki fyrir England á dögunum.
Mainoo er öflugur miðjumaður sem hefur komið sterkur inn í liðið hjá United á þessu tímabili og nú vonast félagið eftir því að hann framlengi samning sinn.